Ásar og óróar á Íslandi

Félag ása á Íslandi eru hagsmunasamtök eikynhneigðra, eirómantískra og undirflokka þeirra. Tilgangur félagsins er að eikynhneigðir, eirómantískir og undirflokkar verði sýnilegir, viðurkenndir og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi. 

Markmiðum sínum hyggst félagið ná með fræðslu samstarfi við sambærileg samtök, hópa, áhugafólk hérlendis og erlendis sem stefna að sömu markmiðum.


Við setjum reglulega inn áhugaverðar greinar og fleira skemmtilegt á Facebook síðunni okkar Ásar á Íslandi og Instagram síðunni okkar, endilega skelltu like á okkur og fylgstu með. 

Til er lokaður Facebook hópur fyrir þá sem hafa áhuga. Hópurinn er ætlaður eikynhneigðum og eirómantískum. Skjáskot eru bönnuð.  Við viljum benda þeim á sem eru að sækja um lokaða hópinn okkar að það verður að svara spurningunum og samþykkja reglurnar. 


Fyrir þá sem þurfa bjóða Samtökin ’78 upp á ráðgjafaviðtöl bæði í síma og í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3.

Hægt er að panta ráðgjöf í síma 552 7878 eða með tölvupósti á skrifstofa@samtokin78.is.