Ásar á Íslandi
Félag ása á Íslandi eru hagsmunasamtök eikynhneigðra, eirómantískra og undirflokka þeirra. Tilgangur félagsins er að eikynhneigðir, eirómantískir og undirflokkar verði sýnilegir, viðurkenndir og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.
Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að auka sýnileika með fræðslu og eiga í samstarfi við sambærileg samtök, hópa, áhugafólk hérlendis og erlendis sem stefna að sömu markmiðum.
Við setjum reglulega inn áhugaverðar greinar og fleira skemmtilegt á Facebook síðunni okkar Ásar á Íslandi, endilega skelltu like á okkur og fylgstu með. Til er lokaður Facebook hópur fyrir þá sem hafa áhuga. Hópurinn er ætlaður ásum og eru skjáskot bönnuð. Ef þú vilt komast í hópinn hafðu þá samband við okkur á Facebook eða með tölvupósti.
Við vilja líka minna á að Samtökin ’78 bjóða upp á ráðgjafaviðtöl bæði í síma og í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3.
Hægt er að panta ráðgjöf í síma 552 7878 eða með tölvupósti á skrifstofa@samtokin78.is.
Eirómantík (e. aromantic)
Einstaklingur sem laðast lítið eða ekkert á rómantískan máta að öðrum.