Eikynhneigð

Hvað er eikynhneigð (asexual)?

Eikynhneigð er þegar einstaklingur laðast lítið eða ekkert kynferðislega að öðrum. Þetta er ekkert flóknara en það.

Mismunandi tegundir aðlöðunar

Eins og komið hefur fram laðast eikynhneigðir lítið eða ekkert kynferðislega að öðrum. Eikynhneigðir geta þó laðast að öðrum á líkamlegan og rómantíksan máta. Kynferðisleg, líkamleg og rómantísk aðlöðun eru aðskyldar aðlaðanir. Því getur eikynhneigður einstaklingur verið gagnrómantískur, samrómatískur, tvírómantískur, panrómantískur, eirómantískur og svo framvegis.

Litróf eikynhneigðar

Eikynhneigð er skali og nær því yfir nokkur önnur hugtök. Sumir gætu t.d. hugsað sér að stunda kynlíf en aðrir alls ekki. Sumir eikynhneigðir stunda kynlíf af allskonar ástæðum allt frá því að það sé fyrir maka eða búa til börn, yfir í finnst það hreinlega gaman. Það eru margir undirflokkar eikynhneigðar en t.d. má nefna eftirfarand.

Grákynhneigður (e. graysexual, gray asexual)

Þeir sem finna fyrir lítilli kynferðislegri aðlöðun en finna hana þó stundum.

Demisexual

Þeir sem finna aðeins fyrir kynferðislegri aðlöðun ef búið er að byggja upp tilfinningalegt samband fyrst.

Hvernig veistu að þú ert eikynhneigð/t/ur?

Þessu verður hver og einn að svara fyrir sig sjálfan. Einfaldast spurning er auðvita finnurðu fyrir kynferðislegri aðlöðun, ef nei þá ertu eikynhneigð/t/ur. En að svara þessari spurningu er oft erfit sérstaklega ef þú hefur aldrei fundið fyrir því og veist í raun ekki hver tilfinningin er. Hérna eru nokkrar spurningar sem þú getur spurt sjálfan þig:

  • Hefurðu almennt ekki áhuga á kynlífi?
  • Finnst þér kynlíf í samböndum vera meira kvöð en eitthvað skemmtilegt?
  • Horfirðu á kynlíf frekar með vísandarlegum augum en tilfinningarlegum?
  • Finnst þér þú ekki skilja allt sem fólk talar um þegar kynlíf er ræt?
  • Þegar þú stundar kynlíf er það bara meh... eða eins frábært og aðrir segja það sé?
  • Finnst þér fólk vera ýkja þegar það talar um hversu mikið það elskar kynlíf?
  • Hefur þóst hafa áhuga á einhverjum kynferðislega til að passa inn í hópinn?
  • Finnst þér þú brotinn eða eitthvað að þér kynferðislega? Eins og þú þurfir að fara til læknis eða finna út úr þessu?
  • Hefurðu stundað kynlíf því þér finnst þú ættir að gera það frekar en þú vildir gera það?


Algengar spurningar

Hér má svo finna margar algengar spurningar varðandi eikynhnegið. Lærðu það hér svo þú þurfir ekki að spyra.

Eru eikynhneigðir ekki bara skýrlífir?

Nei, eikynhneigð er ekki val. Ef við tökum súkkulaði sem dæmi í stað kynlífs. Eikinhneigðum langar bara ekkert í súkkulaði, þeir sem eru skýrlífir langar í súkkulaði en kjósa fá sér ekki súkkulaði

Þarftu ekki bara kíkja til læknis? Er þetta ekki bara hormónarójafnvægi? Kannski ertu bara getulaus?

Nei, engin tenging er á milli neins líkamlegs áfalla né sjúkdóms og eikynhneigðar, ekki frekar en gagnkynhneigður, samkynhneigðar eða annara hneigða. Heilbrigði kynfæra er óháð kynhneigð og kemur því eikynhneigð ekkert við.

Kom ekki bara e-ð fyrir þig? Þarftu ekki að fara til sálfræðings?

Nei, engin tenging er á milli andlegra áfalla né sjúkdóma og eikynhneigðar, ekki frekar en gagnkynhneigður, samkynhneigðar eða annara hneigða.

Ertu ekki bara hræt/tt/ur við að stunda kynlíf?

Nei, margir eikynhneigðir stunda kynlíf af allskonar ástæðum, þeir laðast bara lítið eða ekkert að öðrum. Hvað þú gerir segir ekki til um kynhneigð þína.

En þú sagðir að þessi væri sæt/t/ur, hvaða máli skiptir hvernig viðkomandi lítur út ef þú ert eikynhneigð/t/ur?

Eikynhneigðir geta laðast líkamlega að öðrum, þótt aðrir sætir, fallegir og svo framvegis en samt ekki laðast að þeim kynferðislega.

Hvernig eru rómantísk sambönd frábrugðin vinasamböndum? Eru rómatísk sambönd ekki bara vinasambönd með kynlífi?

Rétt eins og fólk getur stundað kynlíf án rómantískra tilfinninga geta einstaklingar verið í rómantískum samböndum án kynlífs. Tilfinningar eru mismunandi milli einstaklinga og ást er mismunandi. Vina ást, mömmu ást, pabba ást, maka ást allskonar ást. Vinaást er ekkert minna merkileg en rómantísk ást en það er vissulega munur. Ekki allir finna þó fyrir þessu mun og því eiga sumir erfitt með að skilja muninn þar af því þeir hreinlega upplifa hann ekki.

Stunda eikynhneigðir sjálfsfróun?

Eikynhneigðir geta haft mikla kynhvöt og stunda því jafnvel sjálfsfróun, sumir gera það einfaldlega af því það er gott, sumir gera það ekki.

Stunda eikynhneigðir kynlíf?

Sumri gera það fyrir makann sinn, sumir til að eingast börn og sumir einfaldlega af því það er gott. Sumir hafa bara engan áhuga á því og sleppa því.

Hvernig veistu að þú sért eikinhneigð/t/ur ef þú hefur ekki prófað?

Ert þú búin að prófa kynlíf með kyni sem þú laðast ekki að? Ekki? Hvernig veistu þá að þú laðist ekki kynferðislega að því? Þú bara veist það, eikynhneigðir vita það líka.

Þetta er bara ekki rökrét, ef væri ekki fyrir kynlíf væri mannkynið útdaut! Maðurinn verður að stunda kynlíf!

Það eru til eikynhneigðir sem vilja eignast börn og jafnvel stunda kynlíf til þess eða skoða kannski frekar tæknifjrógvun eða aðra möguleika. Einnig eru til aðilar sem eru gagnkynhneigðir sem vilja ekki börn.

Þú bjóst bara til þetta orð af því þú ert svo óaðlaðandi að það vill enginn vera með þér!

Útlit og kynferðisleg aðlöðun eru aðskildir hlutir. Þó þú tengir kynhneigð viðkomandi við að viðkomandi eigi líta út á vissan hátt og hegða sér á vissan hátt er það bara ekki þannig, það er bara staðalýmind sem er ótengt raunveruleikanu. Eikynhneigðir geta verið "sexy" og aðlaðand. Aðrir geta laðast að þeim kynferðislega þó eikynhneigðir laðist ekki að öðrum kynferðislega.

Borða eikynhneigðir ananas á pizzu?

Svarið við flestum spurningum um eikynhneigða er "Sumir gera það aðrir ekki". Að vera eikynhneigður skilgreinir þig ekki sem einstakling, það er bara partur af manni, við erum öll einstaklingar og erum jafn mismunandi og við erum mörg.


Við erum enn að vinna í síðunni og munum bæta við frekar upplýsingum