Eirómantík

Hvað er eirómantík (aromantic)?


Eirómantík er hugtak yfir einstaklinga sem laðast lítið eða ekkert að öðrum á rómantískan hátt.

Eirómantísk manneskja er ekki endilega eikynhneigð og það að vera eirómantísk gerir manneskju ekki ófæra um að elska enda eru til svo margar tegundir af ást sem vilja oft falla í skuggann af rómantíkinni. Vináttu- og fjölskyldubönd en einnig það sem við innanhúss“ köllum  „hinsegin platónska ást“ (en: queer platonic) þ.e. samband sem liggur mun dýpra en vinátta en er þó ekki endilega rómantískt eða kynferðislegt. 

Mismunandi tegundir aðlöðunar

Eirómantískir geta laðast að öðrum á líkamlegan og kynferðislegan máta. Kynferðisleg, líkamleg og rómantísk aðlöðun eru aðskildir hlutir*. Því getur eirómantískur einstaklingur verið gagnkynhneigður, samkynhneigður, tvíkynhneigður, pankynhneigður, eikynhneigður og svo framvegis.

Litróf eirómantíkur

Eirómantíkin er litróf og undir henni eru mörg önnur hugtök. Sumt fólk finnur aldrei eða sjaldan fyrir rómantískri aðlöðun eða upplifir hana bara í mjög sérstökum aðstæðum. Það jafnvel þráir rómantíska ást en finnur bara ekkert fyrir henni. Þetta getur reynst erfitt í samfélagi sem er heltekið af rómantík. Nokkur hugtök sem falla undir eirómantík:

Demirómantík (demiromantic)

Að finna aðeins fyrir rómantískri aðlöðun eftir að hafa byggt upp sterkt tilfinningalegt samband fyrst, oft geta liðið mörg ár í vinskap áður en rómantík blossar upp. Hún er því mjög sjaldgæf.


Gráeikynhneigð (gray-aromantic)

Allar tilfinningar eru á einhverjum skala og þeir sem eru kannski ekkert rosalega spenntir fyrir rómantík en útiloka hana ekki alveg kalla sig oft grárómantíska. Sumir segja að grárómantík sé líka regnhlífarhugtak yfir margar skilgreiningar sem til eru fyrir þá sem hafa einhvern áhuga fyrir rómantík en telja sig samt eirómantíska.


Aegorómantík (aegoromantic)

Rómantík er yndisleg og skemmtileg! -- En bara sem hugmynd.  Sögur, bíómyndir, leikir og draumórar spila stórt hlutverk hér en aegorómantískt fólk hefur engan áhuga á rómantík í raunveruleikanum.


Hvaðrómantík? Quoiromantic eða WTFromantic

Fólk sem er aðrómantískt - sem sagt ekki eirómantískt - er yfirleitt ekki að eyða mikilli orku í svona spurningar en sumir eikynhneigðir nota þessa skilgreiningu yfir það hversu ruglingsleg hugmyndin um rómantík getur reynst þeim.  Það getur verið erfitt að skilgreina tilfinningar sínar, sérstaklega hjá þeim þar sem þær eru mjög sveiflukenndar. Hvað er rómantík? Finn ég fyrir rómantík? Eða er þetta bara djúp ást? Er rómantík bara rósir og súkkulaði? Er rómantík að muna hvað uppáhalds nammið þitt er? En ég geri það líka fyrir vini mína... Hver er munurinn? 


 „Einstefnu“ rómantík (Lithromantic eða akoiromantic)

Finna fyrir rómantískri aðlöðun án þess að hafa þörf fyrir að hinn aðilinn finni slíkt til baka, getur jafnvel fjarað út ef hinn aðilinn hefur rómantískar tilfinningar gagnvart viðkomandi.

*Kynhvöt, hrifning og löngun

Við tölum mikið um þessar þrjú hugtök þegar við ræðum eikynhneigð og eirómantík. Það er mikilvægt að vita að þetta eru allt hlutir sem geta verið óháðir hver öðrum.

En hver er munurinn á þeim og þvað þýða þessi orð í raun?