Kynningarefni

Ásar á Íslandi tóku að sjálfsögðu þátt í þessu alþjóðlega verkefni: Upplýsingar um eikynhneigð á mörgum tungumálum!

Kærar þakkir til @we.put.the.ace.in.disgrace og @dragondoodleart fyrir að koma þessu í gang.

Á Instagram

Fleiri tungumál


Við bjuggum til bækling út frá þessu verkefni sem við erum að dreifa á bókasöfn á Höfuðborgarsvæðinu og vonandi á fleiri stöðum í framtíðinni.

Ef þú vilt prenta þennan bækling út fyrir þitt félag eða fyrirtæki má finna PDF skjölin hér!

Einhver sem þú þekkir er eikynhneigður.   Myndskreyting: @dragondoodleart Texti: @i.put.the.ace.in.disgrace  Þýðing: @asaraislandi
Hæ! Ef þú ert að lesa þetta þá eru allar líkur á því að þú þekkir einhvern sem er eikynhneigður, eða ás.   Til að hjálpa þér að læra svolítið um eikynhneigða samfélagið hef ég sett saman þessar einföldu upplýsingar um eikynhneigð og svarað nokkrum af algengustu spurningunum sem fylgja því þegar einhver kemur út sem ás.   Þessi úrræði eru fáanleg á mörgum tungumálum. Sjáið síðustu glæruna eða @we.put.the.ace.in.disgrace fyrir alla möguleika.
Hvað er eikynhneigð?   Eikynhneigð er skilgreind sem lítil sem engin kynferðisleg hrifning.  Eikynhneigð er hugtak sem nær yfir ýmsar kynvitundir, til dæmis   Eikynhneigð (engin eða lítil kynferðisleg hrifningu) Demikynhneigð (eingöngu kynferðisleg löngun þegar sterk tilfinningatengsl eru til staðar) Grá eikynhneigð (kynferðisleg hrifning er sjaldgæf)   Eikynhneigðir eru oft kallaðir „ásar“ og fólk sem ekki er eikynhneigt er oft kallað „allosexual“, eða „allo“.
Eru ásar hluti af hinsegin samfélaginu?   Já. Algjörlega.   Hinsegin samfélagið telur allt fólk sem ekki er sís eða gagnkynhneigt á rómantískan eða kynferðislegan hátt.   Ef manneskja er eikynhneigð er hún ekki gagnkynhneigð og fellur því ekki undir þessa þrjá flokka. Það þýðir að það er pláss fyrir hana í hinsegin samfélaginu.   Að auki stendur stafurinn A í LGBTQIA+ fyrir eikynhneigða og eirómantíska
Geta ásar fundið fyrir rómantískri hrifningu?   Já! Þótt manneskja sé eikynhneigð þýðir það ekki að hún sé líka eirómantísk.    Reyndar fyrirfinnast jafn margar rómantískar hneigðir og kynferðislegar, til dæmis:   eirómantísk gagnkynja rómantísk samkynja rómantísk tvíkynja rómantísk pankynja rómantísk   Ásar geta líka fundið fyrir allskonar hrifningu, til dæmis því sem nefnt er platónsk hinsegin ást (queer platonic), fagurfræðilegri hrifningu og tilfinningalegri hrifningu. :))
Geta ásar verið í samböndum?   Algjörlega!!   Það eru margar tegundir af samböndum (t.d. platónsk, romantísk, platónsk hinsegin) og engin þeirra krefst þess að fólk upplifi kynferðislega hrifningu.     Margir ásar eru hamingjusamir í samböndum hvort heldur er með öðrum ásum eða allo fólki.   Það er engin krafa um að það sé kynlíf í samböndum til að þau veiti hamingju og séu gefandi.!!
Geta ásar stundað kynlíf?   Já, en ekki allir ásar gera það.   Sumir ásar kjósa að stunda kynlíf og njóta þess.   Skortur á kynferðislegri hrifningu þýðir ekki skortur á kynferðislegri löngun og ásar geta stundað kynlíf af mörgum öðrum ástæðum t.d. fyrir líkamlega vellíðan, náin tengsl við maka, getnað eða til að losa um streitu.   Sumir ásar stunda aldrei kynlíf og það er líka alveg eðlilegt.   Eins og allir aðrir, geta ásar verið:  ·       Jákvæðir í garð kynlífs (já, vilja stunda kynlíf) ·         Hlutlausir í garð kynlífs (skiptir engu máli) ·         Neikvæðir í garð kynlífs (nei, vilja ekki stunda kynlíf) Það er mismunandi á milli einstaklinga og það er mikilvægt að fara ekki yfir mörk fólks ef þú velur að ræða þessa spurningu :)
Hvað ef þetta er bara tímabil?   Kynhneigð er flæðandi hugtak og það hvernig við sjáum okkur sjálf getur breyst með tímanum. Hún getur líka haldist óbreytt. Hvort tveggja er í góðu lagi, gott og gilt.   Manneskjan sem deildi með þér að hún er eikynhneigð treystir þér nógu mikið til að deila þessum stóra parti lífs síns með þér. Að koma út krefst mikils hugrekkis og mikils trausts.   Margir koma aldrei út úr skápnum og samt kom þessi manneskja út fyrir þér. Ekki vísa þessu á bug sem tískubólu.   Jafnvel þótt eitthvað breytist í framtíðinni þýðir það ekki að þetta sé merkingalaust. Það gefur til kynna að lífsreynsla hennar sé einskis virði, svo ekki gera það. Allt í lagi?
Hlutir sem þú ættir ALDREI að gera þegar einstaklingur trúir þér fyrir því að hann sé eikynhneigður   •       	Segja honum að þetta sé nú bara tímabil •       	Segja honum að hann sé of ungur •       	Spyrja hann ágengra spurninga •       	Segja honum að þú getir lagað hann •       	Segja honum að hann hafi bara ekki fundið réttu manneskjuna •       	Þvinga hann til að vera persónulega alfræðiorðabókin þín um eikynhneigð   Þess í stað, komdu fram við hann af þeirri virðingu sem þú vilt að sé komið fram við þig. Það að hann kom út sem eikynhneigður breytir engu um það hver hann er og það þarf heldur ekki að breyta því hvernig þú sérð hann. Ef einhver hefur treyst þér nóg til að koma út úr skápnum fyrir þig, sýndu honum að þú eigir það traust skilið.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um eikynhneigð eða vilt vita meira þá eru upplýsingar á íslensku hjá Ásum á Íslandi, asaraislandi.is @asaraislandi á Instagram @acearoiceland á Facebook   Fyrir úrræði á ensku: AVEN, @i.put.the.ace.in.disgrace, @acedadadvice and @angstyace (á tiktok)   Þú getur fundið þessar upplýsingar á eftirfarandi tungumálum á @we.put.the.ace.in.disgrace