Lög félagsins
1. Heiti og hlutverk
1.1 Félagið heitir Ásar á Íslandi
1.2 Tilgangur félagsins er að asexual fólk (ís. eikynhneigðir), aromantic (ís. eirómantískir) og undirflokkar verði sýnilegt og viðurkennt og njóti fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.
1.3 Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að auka sýnileika með fræðslu og eiga í samstarfi við sambærileg samtök, hópa, áhugafólk hérlendis og erlendis sem stefna að sömu markmiðum.
2. Félagsaðild
2.1. Félagi getur hver sá gerst sem skilgreinir sig sem asexual, aromantic eða undirflokkum þess og/eða er tilbúinn að vinna að tilgangi og markmiðum félagsins.
2.2. Þeir einir teljast gildir félagar sem greitt hafa félagsgjöld. Félagsfólki ber að tilkynna úrsögn úr félaginu skriflega til stjórnar. Félagi sem ekki hefur greitt félagsgjöld í 2 ár samfellt telst hafa skráð sig úr félaginu.
2.3. Stjórnin ber ábyrgð á félagaskrá sem einungis er til afnota fyrir stjórn og starfsfólk félagsins og eru þeir bundnir þagnarskyldu um hana.
3. Aðalfundur
3.1 Aðalfundur fer með æðsta ákvörðunarvald félagsins. Hann skal halda eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Boða skal til fundar með minnst tveggja vikna fyrirvara rafrænt með tölvupósti og auglýsa á allavega einum samfélagsmiðli og eða fjölmiðli.
3.2 Rétt til fundarsetu hafa eingöngu gildir félagar.
3.3 Aðalfundur er löglegur sé rétt til hans boðað.
3.4 Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.
3.5 Dagskrá aðalfundar er:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Lögmæti aðalfundar staðfest
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Ákvörðun félagsgjalds
Kosning stjórnar
Kosning skoðunarmanns reikninga
Önnur mál
4. Stjórn
4.1 Stjórn félagsins skal skipuð félagsmönnum. Stjórn skipa fimm félagsmenn, þau skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar. Stjórn skal kosin ár hvert.
4.2 Stjórn ákveður hverjir hafa prókúru réttindi á reikninga og netbanka félagsins.
5. Félagsfundir
5.1. Félagsfundur fer með æðsta ákvörðunarvald félagsins á milli aðalfunda. Boða skal til fundar með minnst tveggja vikna fyrirvara rafrænt með tölvupósti og auglýsa á allavega einum samfélagsmiðli og/ eða fjölmiðli.
5.2. Rétt til fundarsetu hafa eingöngu gildir félagar.
5.3 Félagsfundur er löglegur sé rétt til hans boðað.
5.4 Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.
5.5 Ef 5 gildir félagar óska eftir félagsfundi ber stjórninni að boða til félagsfundar.
5.5.1 Gildur félagsmaður getur beðið stjórn um að tölvupóstur sé sendur á félagsmenn í þeim tilgangi að óska eftir stuðningi við beiðni um félagsfund. Stjórn verður að verða að þeirri ósk.
6. Fjármál
6.1 Ákvörðun um félagsgjald fyrir næsta starfsár skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega fyrir aðalfund.
6.2 Rekstrarafgangur/hagnaður af starfsemi félagsins skal geymdur á reikningi félagsins til að nýta eftir þörfum félagsins.
7. Lagabreytingar
7.1. Tillögur að lagabreytingum skulu hafa borist stjórn félagsins fjórum vikum fyrir aðalfund rafrænt. Þær skulu síðan kynntar fyrir félögum minnst hálfum mánuði fyrir aðalfund með tölvupósti og auglýsa á allavega einum samfélagsmiðli. Undanþegnar þessum skilafresti eru tillögur sem lúta að orðalagi og formi en breyta á engan hátt efnislegu innihaldi áður framkominna tillagna. Lögum þessum verður ekki breytt nema með samþykkt á aðalfundi og þá með 2/3 hlutum greiddra atkvæða. 7.2. Félagið verður ekki lagt niður nema með samþykkt á aðalfundi sem hlotið hefur sömu meðferð og tillögur að lagabreytingum og þá með 2/3 hlutum greiddra atkvæða. Atkvæðagreiðsla skal vera skrifleg. Ber þá að eyða félagaskránni, en önnur gögn og eignir félagsins renna til Samtakanna '78.
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi
Dagsetning: 25.02.2018